Vinsamlegast bíddu á meðan síðan er að hlaðast...

Náttúrulega góð
Landnámsegg frá Hrísey

Valli

Sölu- og markaðsmál

892 1242

Kiddi

Búrekstur

892 1242

Read more

Ég
bragðast
betur

Náttúrulega góð
Landnámsegg frá Hrísey

Valli

Sölu- og markaðsmál

892 1242

Kiddi

Búrekstur

695 1968

Read more
Landnámshænan

Íslandssagan, hænan og eggið

Talið er að íslenska landnámshænan sé afkomandi hænsnastofns sem barst til landsins með landnámsmönnum fyrir um 1100 árum, en fáar heimildir eru til um upprunann. Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (1752-1757) er getið um svört hænsni í Öræfum sem verpa vel án korns. Móðuharðindin árin 1783-1785 drápu fjölda fugla, og aðeins örfáar hænur lifðu af.

Íslenska hænan er landkyn sem hefur þróast náttúrulega. Landkyn eru erfðafræðilega fjölbreyttari en ræktaðar tegundir og hafa betra viðnám gegn sjúkdómum. Rannsókn Stefáns Aðalsteinssonar (1994) leiddi í ljós að 72% gömlu íslensku hænsnanna höfðu óþekkta vefjaflokka, sem bendir til skyldleika við norsk Jærhøns.

Árið 1974 safnaði Stefán Aðalsteinsson saman fuglum til að bjarga stofninum frá útrýmingu. Í dag telur stofninn um og yfir 4000 fugla og þar af eru um 900 fuglar hjá Landnámseggjum. Egg landnámshæna eru aðeins minni en hjá iðnaðarhænum. Þau eru fjölbreytt að lit og lögun. Bragðið er meira og hvítan þéttari. Eggin passa beint í allar uppskriftir þó svo þau séu minni. Því er 1 egg í uppskrift líka 1 landnámsegg. En bragðið verður betra

Þar sem landnámshænan er enn náttúruleg, þá verpir hún eggjum sem eru mismunandi að lögun, stærð og lit.

Um Hrísey

Vistvæn eyja í miðjum Eyjafirði

Hrísey, "Perla Eyjafjarðar," er hluti Akureyrarbæjar og önnur stærsta eyja Íslands, næst á eftir Heimaey. Eyjan er 7,5 km að lengd og 2,5 km að breidd. Nafn eyjarinnar kemur frá fornu íslensku orðinu "hrís," sem þýðir runnar eða lágvaxinn gróður, og er nefnt í fornsögunum.

Hrísey

Reykjavik

Hrísey

Reykjavik

Vitinn á Bratta, reistur árið 1920, er einn af sjö friðuðum vitum á Íslandi. Norðurhluti Hríseyjar, Ystabæjarland, er alfriðað land í einkaeign og þarf sérstakt leyfi landeiganda til að fara um þann hluta.

Á 19. og 20. öld var Hrísey mikilvæg miðstöð fiskveiða og vinnslu. Hákarla Jörundur var frægur íbúa eyjunnar, þekktur fyrir hákarlaveiðar. Hann gerði garðinn frægan með veiðum sínum og hákarlaverkun.

Í Hrísey búa um 175 manns í snyrtilegu sjávarþorpi með fallegum görðum og einstöku útsýni yfir fjallahring Eyjafjarðar. Ferjan Sævar fer frá Árskógssandi á einnar til tveggja stunda fresti og tekur siglingin um 15 mínútur.

Í Hrísey er hægt að njóta gönguferða, skoða hús Hákarla Jörundar, fara í sund, spila frisbígolf eða njóta friðsældar og fuglalífs. Eyjan býður upp á ógleymanlegt ævintýri með sinni einstöku náttúru og sögu.

Hrísey er því ekki aðeins náttúruperla heldur einnig staður með ríka sögu og menningararf, sem gefur gestum tækifæri til að upplifa bæði íslenska náttúru og sögu í einni heimsókn.

Söluaðilar

Landnámsegg fást hjá:

Hæna mánaðarins:

Halla Tómasar

Halla fékk nafn sitt af áræðninni og stjórnunarhæfileikum sínum. Hún stjórnar öllum í kringum sig og ber sig eins og hefðardama. Hún er samt til í slaginn hvenær sem er og gefst aldrei upp.

Fáðu hænur á eftirlaunum

Hænur sem eru komnar á aldur hjá okkur eiga eftir 5-7 góð ár og verpa fínt fyrir heimili. Á hverju sumri tökum við elstu hænurnar og bjóðum fólki að fá þær í garðana sína og klára æfina með góðum eigendum. Landnámshænur eru góðir vinir og hænast að fólki.

Read news article

Eggjandi stuð í Landnámseggjum

0100