Landnámsegg frá
frjálsum og skemmtilegum
landnámshænum í Hrísey

Hænurnar okkar hafa hver sinn persónuleika og við leyfum þeim að vappa frjálsum úti og inni að vild. Þær verpa í varpkassa og gefa af sér ljúffeng egg enda fá þær fjölbreytt fóður. Eggin okkar eru frá náttúrunnar hendi misstór og litbrigði þeirra líka, rétt eins og hænurnar sem eru svo góðar að verpa þeim fyrir okkur. Hænurnar okkar fá nammidag 3 skipti í viku en þá fá þær brauðafganga frá Kristjánsbakaríi.
Eggin eru óþvegin sem bætir geymsluþol.

Landnámsegg fást í Hagkaup, Fjarðarkaupum, Melabúðnni, Matarbúðinni Hafnarfirði og versluninni Hrísey. Einnig býður Verbúðin 66 Hrísey upp á Landnámsegg.

Vorið 2023 munu elstu hænurnar okkar vilja komast í heimagarða til að njóta ellinnar og gefa fólki egg í staðin. Landnámshænur eru skemmtilegur félagsskapur og miklir karakterar. Þær hænast að fólki, losa það við skordýr og borða matarafgangana.

Landnámsegg ehf.
Austurvegi 8, 630 Hrísey
Hafa samband:
Kiddi, búrekstur: 695 1968
Valli, sölu- og markaðsmál: 892 1242